Með athyglissýki í farteskinu

Hvað er það er angrar borgarstjórann okkar svo mikið að hann þurfi að fara snöktandi í háttinn, eru það eingöngu vondir sjálfstæðismenn í borgarstjórn eða er það eitthvað en verra eins og skortur á húrra hrópum og góðlátlegu klappi á kollinn, svei mér þá ég hef bara ekki grænan grun nema þá þann að Meistari Gnarr á ekki heima í borgarstjóra stóll, þangað hefur góður drengur með athyglis ofvirkni ekkert að gera.

Mr-Gnarr-Is-Taboo

Ég mæli með að Jón Gnarr geri hlé á sýningunni og að hann ennfremur skrópi eftir hlé, þannig að skrípa og fífla látum í stjórnarstarfi Reykjavíkurborgar linni, þetta er ekki leikur heldur blákaldur semog háalvarlegur veruleiki er snertir ekki bara íbúa Reykjavíkur er hafa léttan húmor, heldur snertir stjórn borgarinnar íbúa landsins alls, þetta er jú höfuðborg allra landsmanna og tími aulabrandara er hafa áhrif langt útfyrir borgarmörkin er liðinn.

Fleiri myndir og frétti af svona fólki, eða bara venjulegu fólki er að finna HÉR!

Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR  ! :)     

p.s. ég tek fram að greining mín á meistara Gnarr er í engu læknis fræðileg og í öllufalli mín eigin hugdetta, bið ég meistarann afsökunar ef þessi greining mín reynist vera röng...


mbl.is Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, fáum aftur Hönnu Birnu sem aldrei sagði neitt nema í drottningarviðtölum eða í neyð þegar þrýstnir blaðamenn heimtuðu svör við augljósum spurningum.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Einar B  Bragason

þar fer þó greindin kona er ekki gasprar fimmaura brandara í annarri hverri setningu eins og meistari Gnarr gerir hann hvorki veit hvort hann er að koma eða fara, hvort hann eigi að sitja eða standa já Meistarinn á bágt er eins og fiskur á þurru landi, eða Gnarr á þurru landi saman ber nafna hans, enda var það vel við hæfi að skíra aflóga knörr er verður aldrei sjósettur í höfuðið á honum.  

Einar B Bragason , 28.8.2010 kl. 02:06

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Borgarstjórn Reykjavíkur var einn stór brandari þar til Jón Gnarr varð Borgarstjóri...meirihluti Reykjavíkur hefur engan húmor fyrir því bulli og rugli sem hefur einkennt Reykjavíkurborg. Hroki og spilling haldast í hendur. Það er diplomatiskt að segja "hroki og töffaragangur" þegar átt er að sjálfsögðu við "spilling & frekja". Vill fólk ekki að þetta breytist? Vill fólk halda áfram að láta mafíuna stjórna sér því þeir eru í svo flottum fötum og eru svo fínir í kjaftinum? Er íslensk heimska einhverskonar "blackout" sem margir eru haldnir samtímis....Hanna Birna er ágæt, enn þarf barnapíu til að virka vel...

Óskar Arnórsson, 29.8.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband