Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Hættur salt neyslu...Nei hélt ekki...

Í rétt rúma þrjá mánuði hef ég ekki neytt né innbyrt neitt salt aðeins það salt er fylgt hefur í skyndibita og eða aðkeyptum tilbúnum mat eins og Örbylgju fæði. Þetta kom ekki til af góðu þar sem saltstaurinn minn tæmdist, og nú spyrja menn hvað gastu ekki bara fyllt á hann allir eiga salt í skápnum, jú jú og það gerði ég og vandaði mig við verkið ekkert framhjá og ekkert sull, staukurinn fullur og ég hugsaði ekkert frekar út í það...

Líður nú tíminn ég salt og krydda matinn minn, skvetti hæfilega í pottana ekki málið ekkert við það að athuga, ég borða minn spón og sötra í mig súpurnar, sem sagt allt í hinu best, þá bregður svo við að vinkona stingur inn haus og ég býð í mat steik og alles nema hvað er snæðingur er hafin spyr mærin hvort ég eigi ekki salt og pipar, júb ég snarast eftir baukum og skelli fyrir hana, hún hristir og hristir saltið, en það kemur ansi lítið ég viss það nú fyrir og sagði henni að best væri að taka lokið af og renna smá í lófann ég hefð keypt salt er væri aðeins grófara en vanalega en væri fínt, nú hún smellir smá slatta í lófann og sáldra síðan yfir kjöt og meðlæti tekur nú aftur til snæðings en viti menn allt í einu fæ ég þetta voðalega skrítna augnaráð og veit hreinlega ekki hvernig sendur á mig veðrið eða rokið...

Heyrðu Einar þetta er eitthvað skrítið segir mærin, tekur síðan saltbaukinn og skrúfar af honum lokið, hellir síðan smá í lófa sinn, rekur síðan út úr sér tunguna og sleikir lófann, hum hum ég vissi það hváir hún þetta er ekki salt þetta er sykur þess vegna kemur ekkert í gegnum götin því sykur er svo grófur, nú  segi ég ég er búin að nota þetta í langan tíma og bara verið fínt segi ég en hugsa djö... ég er þá búin að vera sykra allt er ég hef látið ofaní mig og það ekki lítið, brosi og segi mikið er ég vitlaus hélt þetta væri bara grófara salt og bæti við ég er líka farin að sjá svo ill, eins og það hefði eitthvað með mína greinilega illa biluðu bragðlauka að gera, bragðlauka er kunna ekki skil á salti eða sykri...

Bót í máli nú kallar hún mig ávalt Einsi sæti... 

Sykur og salt

Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR  ! :)   

 


Einfalt og gott ráð til bandvíddar sparnaðar á facebook !

Einfalt og gott ráð til bandvíddar sparnaðar á facebook. ! 
Eins og allir vita er í gangi mafíu gjald hér á Íslandi og notendur rukkaðir sérstaklega fyrir erlent niðurhal, þá er snjall kostur að óvirkja nýjan fídus í facebook sem er sjálfspilun (auto start) á vídeó skrám er póstað er á fréttaveitu féssins. Fyrst er farið upp til hægri í litla þríhyrninginn og smellt á "stillingar" þar er síðan valmöguleiki neðst hægra megin "myndbönd" þegar þangað er komið er hægt að "virkja" (sem er sjálfvirk stilling) eða óvirkja. Eftir að hafa valið "óvirkja" stillinguna þá getið þið valið hvaða myndbönd þið viljið að spilist, en ekki öll sem kostar erlent okurgjald frá Intís og netþjónustuaðilum ! Ath: þetta niðurhals gjald þekkist óvíða og þá aðallega í einræðis og kúunnar ríkjum! 
Endilega dreifa þessu þannig að aðrir geti sparað og Net níðingarnir maki ekki krókinn...
 
facebook-front 

Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR  ! :)   



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband