Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Nýtt ár ! og kallinn óléttur

Þarf að fara snögglega í ræktina til að laga magann, ekki sjón að sjá gæjann. Jæja, þá er stefnan bara á nýtt ár og betri heilsu !!!

 

2009

Þannig voru nú Jólin

pengatreDatt eins og vanalega um peningaTréið og urðu því jólin með eðlilegum hætti. Byrjaði á ræktinni og síðan var tekið strikið á ströndina eins og ég hef gert ef ég er á jólum hér. Mikið hlegið og gaman. Eftir sturtu fórum ég og Bee á Swiss veitingahúsið þar sem ég hef borðað á hverjum jólum er ég hef verið í Siam, en viti menn; tók ekki á móti mér þýskur mjög tregur gaur er heimtaði að ég og vinkona mín sætum í einhverjum hliðarsal. Nema hvað, ég varð ansi pirraður ogbeautiful-christmas-tree gekk yfir kallinn og fann eigandann sem með það sama lét mig hafa borð fyrir sex, öskraði hann svo hátt á mannfýluna að mér var bara ekki sama enda jólin. Hvað með það, maturinn var frábær að venju. Nú eftir borðhald var stefnan tekin á barflakk vaninn hér að partý-ast og viti menn gekk ég ekki bara beint í flasið á liðinu mínu. Mikið gaman nema Cerry hafði dottið í það í Bangkok og gift sig einhverjum bjána,  munaði bara smá að ég hendi kauða í sjóinn en þetta er fullorðið fólk og ekki mitt að hafa vit fyrir henni. ætla samt að fara með henni heim til hennar í partý hjá pabba hennar, verður örugglega gaman enda systir hennar með sem er frábær söngkona sem og samloka Jæja, jóladagur: Skrapp á vikingurströndina, ekki hræða þar en hitti 3 stráka frá Indlandi, en þeir höfðu komið til að losa og ætluðu bara að vera hér í 3 daga og höfðu greinilega tæmt eitthvað á hótelinu því sá er yngstur var var gjörsamlega á skallanum og tautaði stöðugt: my girl my girl. Það skrýtna við jólahaldið hér er að hér eru allir sprengjandi áramótatertur og belti í sífellu, enda hlakka ég til áramóta, voða show og gaman. Gefur Íslandi ekkert eftir nema hér er hlýtt og hangir maður bara á skýlunni.  Góðar stundir (Bros) enda stopa ég stutt hér núna.


Ekki eiga allir góð Jól þetta árið og hætt er við að margir fari í Jólaköttinn !

En ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og friðsældar um hátíðina. jol2-crop

Megi komandi ár veita öllum farsæld og gæfu.

Jari í sömu sporum og margurinn.

Hér er skemmtilegur vefur fyrir krakka!

Norad radar kerfið fylgist með hvar jóli er

Smeltu: Hvar er Jólasveinninn núna ?

piccsaj24-crop

Það væri þó ósköp gott ef einhver vinur vildi senda mér nokkrar rósir í jólagjöf þar xmscatsem ástandið er afar slæmt enda engin jólin án rósa. Hér er ekkert til af rósum, þökk sé "Mr" Gordon Gin Brown ásamt fleirum uppákomum hvað þá handónýtum hlutabréfum sem og krónu falli. :( En ég hef fengið lánaðan hund nágrannans til verjast þess að ég fari ekki í jólaköttinn. En á meðan hangir púkinn á fjósbitanum og nagar hangikjöt, svei þér lika!

tre2


Hver er maðurinn getraun !

c_23_gbÞessi maður á að vera fluttur í böndum í seðlabankann og gerður að aðalbankastjóra og það ekki seinna en í gær enda er hann vel múraður.


Atli það ekki Atli

hum3Doktor kynlífs laxa ber ekki í borðið þar sem hann gætir síns hófs. Krónan upp og ég fæ 6000kall til baka frá bönkum, fyndið hvernig farið er með mig. Össur er þó sá dab2eini er vill flengja Breta Darling og láta hann finna til tevatnsins. Já, ég verð bara að hringja í félagsmálaráðuneytið og leggja þessa menn inn á Klepp eins og einhver gerði forðum ! Mannamál var flott þar sem Sigmundur tók Össur í karphúsið ...
hum

Beggi fer í vinnuna

   beggibeggi2

iceladyIcelady

Talar í símann fyrir 19 þúsund á dag

oliOg hvað með það að kallinn tali? Ég er t.d. símaóður, sérstaklega er ég smakka vodka en geri nú lítið af því nú orðið. Ég legg til að norkallinum verði fært skype prógram svo hann geti hringt frítt  á netinu og þurfi ekki að hafa þrasið hans Dabba yfir sér. Þá á forseti vor að nota Norat og hringja frítt í hvern sem er.. Er ég bjó í USA hringdi ég ávallt í gegnum herinn og borgaði ekki krónu. Kannski ástæða þess að herinn fór, gafst upp á símareikningum mínu (Bros) og USA hrundi, betra að tala minna hahhahaha.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband