Nægar lyfjabirgðir ?

Nú segir landlæknir að einungis séu til lyfjabirgðir fyrir þriðjung þjóðarinnar !? Hvenær eru nægar birgðir nægar og afhverju bara þriðjung þjóðarinnar, hvað ef flensan tekur stökk með haustinu eins og  flestar flensur gera og leggur nær alla þjóðina hver á þá að velja hver fær lyf og hver ekki ég bara spyr. ??!

svinaflensanh1n1

„Við höfum verið að kynna viðbragðsáætlanir okkar undanfarið og nú verður skerpt á því að fylgst verði með einkennum. Það er einnig full ástæða til að kanna sjúkdómstilfelli innanlands því það er spurning hvenær þetta fer að berast innanlands. Á einhverjum tímapunkti fer flensan að fá sjálfstætt líf í samfélögum þó ekki hafi borið mikið á því á Vesturlöndum. Það hefur þó verið tilfellið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó," segir Haraldur

Hann segir að nægar lyfjabirgðir séu til á landinu sem geti unnið ágætlega á flensueinkennunum. „Við erum með lyfjabirgðir fyrir meira en þriðjung þjóðarinnar. Það er birgðamagn sem ætti að duga. Við erum þó ekki að gefa fólki fyrirbyggjandi meðferð og það er undir hverjum lækni komið hvernig meðferð hann beitir," segir Haraldur.

„Einkennin eru eins og með inflúensu yfirleitt. Hár hiti, vöðvaverkir, höfuðverkur, hálssærindi og hósti. Einkennin koma oft skyndilega en það geta líka verið væg einkenni svo fólk verður að vera vakandi fyrir þessu sérstaklega ef það er að koma frá svæðum þar sem þetta hefur greinst. Það er betra að taka sýni en ekki,“ segir Haraldur.

Minni á að eitt besta ráði við flensum yfir höfuð er að þvo sér vel og vandlega um hendurnar og það oft með sótthreinsandi sápu. Sjá vef Landlæknis HÉR  Spurningar og svör eru að finna HÉR


mbl.is Var bara tímaspursmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband